Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Nýskráðir bílar 1511 það sem af er árinu

17.03.2021 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Það sem af er árinu 2021 hafa nýskráningar bíla dregist saman um tæplega 21 prósent frá því á sama tíma og í fyrra. Hlutdeild nýorkubíla af einhverju tagi nálgast 70 af hundraði.

Nýskráðir bílar frá áramótum og að meðtöldum fyrstu tólf dögum marsmánaðar eru alls 1511 að því er fram kemur á vef FÍB.

Rétt tæp 29% þessara bíla eru algerlega rafknúnir, tæp 27% eru tengiltvinnbílar og tæp 13% eru blendingsbílar eða hybrid.

Rétt tæp 32 af hundraði nýrra bíla eru hefðbundnir jarðefnaeldsneytisbílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða dísli.