Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suðurstrandarvegur skemmdur eftir skjálftana

Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin - RÚV
Vegagerðin hefur þrengt að umferð á Suðurstrandarvegi, dregið úr hraða og takmarkað þunga bifreiða um veginn vegna skemmda sem komu í ljós nálægt Festarfjalli. Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki fullan stuðning.

Vegagerðin birti fréttatilkynningu þess efnis í dag. Vegurinn var skoðaður í morgun og komu skemmdirnar þá í ljós. Þversprungur yfir veginn hafa einnig fundist á nokkrum stöðum. Ekki er að sjá að vegurinn hafi sigið en þrengt hefur verið að umferð á mesta sprungusvæðinu. Þá verður öxulþungi takmarkaður við sjö tonn. Hámarkshraði á veginum hefur verið lækkaður niður í 50 kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega á svæðinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær.

Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin - RÚV