Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf

16.03.2021 - 14:59
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.

Sara Elísa sagði að með því að hækka endurgreiðsluhlutafall til kvikmyndaframleiðslu í 35% úr 25% yrðu til útflutningsvara byggð á íslensku hugviti og nýsköpum, útflutningsvöru sem hægt væri að dreifa á internetinu.

Sara sagði stöðnun vera hérlendis, samkeppnin hefði harðnað og íslenskir kvikmyndaframleiðendur stæðu frammi fyrir því að hafa misst stór verkefni til nágrannalandanna. Það væru jafnvel verkefni þar sem Ísland væri sögusviðið.

Hún rifjaði upp að Samtök atvinnulífsins hefðu gert myndband þar sem þetta væri tíundað. Önnur ríki, þeirra á meðal Írland, hefðu hækkað endurgreiðsluhlutfallið, væru að reisa myndver og að taka að sér verkefni sem ella kæmu hingað.

Í máli Söru kom fram að sóknarfærin í breytingu af þessu tagi lægju í atvinnusköpun, gjaldeyristekjum, markaðssókn og landkynningu án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. „Við erum að tapa á hverjum einasta degi.“

Sara Elísa sagði íslensk stjórnvöld hafa haft heilt ár til að bregðast við án þess að gera það