Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Forn biblíuhandrit fundust í Ísrael

16.03.2021 - 08:09
Beatriz Riestra, a researcher of the Israel Antiquities Authority, shows a Dead Sea Scrolls fragment at the laboratories of the Israel Antiquities Authority in Jerusalem, Israel, 02 June 2020. The Israel Antiquities Authority and Tel Aviv University researchers decoded ancient DNA extracted from Dead Sea Scrolls parchments by using DNA extracted from the animal skins on which the Scrolls were written, reports state. EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: Abir Sultan - EPA
Tilkynnt var í Ísrael í morgun að bútar úr bókrollu hefðu fundist við forneifarannsóknir. Rollurnar eru sagðar innihalda tvö þúsund ára gamla Biblíutexta á grísku úr skrifum minni spámannanna tólf.

Fundinum lýsir Fornleifastofnun Ísraels (IAA) sem þeim merkasta síðan Dauðahafshandritin svokölluðu fundust árið á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.

Þótt textinn sé allur á grísku mun nafn Guðs þó vera ritað með fornri hebreskri leturgerð. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn í um 60 ár að efni af þessu tagi finnist í landinu.

Auk handritanna fannst sjóður sjaldgæfrar myntar, sexþúsund ára gömul beinagrind barns og yfir tíuþúsund ára gömul karfa sem þá telst sú elsta í heimi.

Fornleifarannsóknirnar sem leiddu þennan fund í ljós hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið í klettabelti í Júdeu eyðimörkinni í suðurhluta Ísrael sem teygir sig alla leið inn á Vesturbakkann.