Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Filippus prins laus af spítala

16.03.2021 - 14:24
Britain's Prince Philip, centre, as he leaves the King Edward VII hospital in the back of a car in London, Tuesday, March 16, 2021. The 99-year-old husband of Queen Elizabeth II has been hospitalized after a heart procedure. (Stefan Rousseau/PA via AP)
 Mynd: AP - PA
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er kominn heim í Windsor kastala eftir mánaðardvöl á sjúkrahúsum. Þar gekk hann meðal annars undir hjartaaðgerð, sem talsmaður hirðarinnar sagði að hefði heppnast vel.

Filippus er 99 ára. Hann lagðist inn á sjúkrahús 16. febrúar. Þá var sagt að hann hefði fundið fyrir ónotum og því hefði verið talið réttast að senda hann í ítarlega rannsókn.

Filippus er prins af Danmörku og Grikklandi og hertogi af Edinborg. Hann verður hundrað ára í júní. Hann var leystur undan opinberum skyldum sumarið 2017 fyrir aldurs sakir, þá 96 ára.