Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Faraldurinn hefur áhrif á kosningar í Þýskalandi

16.03.2021 - 09:06
Mynd: Cezary Piwowarski / Wikimedia Commons
Covid-19 faraldurinn, viðbrögðin við honum og tafir á bólusetningu setja svip sinn á þýsk stjórnmál um þessar mundir. Kosið verður til sambandsþingsins í september, en kosningaúrslti í tveimur ríkjum af sextan á sunnudag eru taldar gefa vísbendingar um hvað gerist í haust.

Kristilegir demókratar tapa 

Kosið var í tveimur sambandsríkjum í suðuvestur hluta Þýskalands, Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz sunnudaginn 14. mars. Kristilegir demókratar hafa notið mikils fylgis í báðum ríkjunum, en á sunnudag töpu þeir fylgi í báðum. Flokkur græningja fékk flest atkvæði í Baden-Württemberg og bættu töluvert við sig og Jafnaðarmenn héldu sínu í Rheinland-Pfalz og fengu flest atkvæði þar. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust.

Samsteypustjórn þeirra stóru við völd

Í síðustu sambandsþingkosningum varð hægri öfgaflokkurinn AFD, Valkostur fyrir Þýskaland, nokkuð óvænt þriðji stærsti flokkur landsins og úrslitunum fylgdi stjórnarkreppa í nokkra mánuði þar til höfuðandstæðingarnir í þýskum stjórnmálum, Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn, mynduðu samsteypustjórn. AFD tapaði fylgi núna í ríkjunum tveimur sem kosið var í og er undir 10% fylgi.  

Vinsædlir Merkel skila sér ekki til flokksins

Angela Merkel ætlar að láta af kanslaraembættinu í haust eftir 16 ára setu. Hún nýtur mikilla vinsælda, en þær skila sér ekki til flokks hennar, Kristilegra demókrata.  

Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur og Sabine Leskopf borgarfulltrúi í Reykjavík, sem er fædd og uppalin í Þýskalandi, ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum í Speglinum. Þau eru sammála um að Covid-19 faraldurinn og viðbrögðin við honum og tafir á bólusetningu hafi mikil áhrif á kosningahegðum Þjóðverja í þingkosningunum í haust.  

Hlusta má á umræðurnar í spilaranum hér að ofan 
 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV