Stelpurnar sjá um að malbikið sé í lagi

Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Stelpurnar sjá um að malbikið sé í lagi

15.03.2021 - 09:10

Höfundar

Á rannsóknarstofu Malbikstöðvarinnar á Esjumelum starfa tvær stelpur, þær Tinna Húnbjörg og Íris Vilhjálmsdóttir. Þær eru gæðastjórar.

„Við fáum sýni og fylgjumst með hvernig framleiðslan gengur, hvort það sé ekki allt eftir kröfum og stöðlum,“ segir Tinna. Gott malbik þarf nefnilega að hafa ýmislegt. 

„Það þarf að hafa góða kornakúrfu, rétta steinastærð, rétt magn af biki og svo stundum erum við með íblöndunarefni eins og til dæmis við erfiðar aðstæður eða þegar er kalt.“

Framleiðslunni er stýrt frá A-Ö úr einni tölvu í stjórnstöðinni. „Það er lítil blanda núna, 25 tonn, tekur enga stund,“ segir Sveinn Andri Sigurðsson stöðvarstjóri.