Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Bræður aðskildir í heilan áratug

15.03.2021 - 20:58
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Sýrlenskir bræður sem hafa verið aðskildir í heilan áratug eru ekki vongóðir um að hittast í bráð. Annar þeirra kemst ekki burt frá Sýrlandi, hinn býr hér á Íslandi. Í dag eru 10 ár frá því stríðið hófst.

Eskander Kadoni býr í Sýrlandi og hefur verið þar alla sína tíð. Eskander segir lífið hafa stigversnað frá því átökin hófust. „Lífið þitt er stöðugri í hættu vegna sprengjuregns af hendi hers stjórnar Bashars forseta. Og þegar Rússar skárust í leikinn var lífið orðið óbærilegt,“ segir hann.  

Eskander neyddist þá til að flýja ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum, frá heimabænum Saraqib. Nú er fjölskyldan stödd í borg nærri landamærunum við Tyrkland sem er á svæði sem andstæðingar forsetans ráða enn yfir. Eskander er sá eini úr fjölskyldunni sem er enn í Sýrlandi. Einn bróðir er í Dúbaí, foreldrar hans og tveir bræður eru í Þýskalandi, og hér á Íslandi er bróðir hans Kinan Kadoni. „Ég sá Eskander síðast í 4. desember 2010 um klukkan átta að kvöldi. Þá sá ég hann síðast og það er líka dagurinn sem ég yfirgaf Sýrland,“ segir Kinan.

Viðtöl við bræðurna má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Eskander, Kinan og eldri bróðir þeirra á góðri stund í Sýrlandi.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV