Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Valdimar og Salka Sól spara kossana

Mynd: RÚV / RÚV

Valdimar og Salka Sól spara kossana

14.03.2021 - 13:00

Höfundar

Save Your Kisses for Me var framlag Bretlands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1976. Lagið fékk 164 stig, sigraði keppnina og er enn í dag víða spilað og sungið. Í Straumum í gær fluttu Valdimar og Salka Sól ábreiðu af laginu.

Lagið Think about things, sem hefði verið framlag Íslands í Eurovision 2020 hefði keppnin farið fram, fjallaði um dóttur Daða Freys og Árnýjar í Gagnamagninu. Sigurlag Bretlands í Eurovision 1976 fjallaði líka um samband föður og dóttur, lagið Save Your Kisses for Me með hljómsveitinni Brotherhood of Man, sem sigraði keppnina það ár.

Í þættinum Straumar sem var á dagskrá á RÚV á laugardagskvöld fluttu stórsöngvararnir Salka Sól og Valdimar ábreiðu af laginu. Framlag Íslands í Eurovision 2021 var einnig frumflutt í þættinum en það fjallar um samband Daða Freys og Árnýjar og heitir 10 years.

 

Mynd: Thule Photo / Thule Photo
Framlag Íslands í Eurovision 2021

Tengdar fréttir

Tónlist

Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021