Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tvíburasystir Daða: „Já, ég er leiðinleg“

Mynd: RÚV / RÚV

Tvíburasystir Daða: „Já, ég er leiðinleg“

14.03.2021 - 12:30

Höfundar

Í þættinum Straumar í gær fengu áhorfendur tækifæri til að kynnast Daða Frey og Gagnamagninu betur þegar framlag Íslands í Eurovision 2021 var frumflutt. Þá var meðal annars kynnt til sögunnar tvíburasystir Daða Freys, hún Sigin. Sú líkist Sögu Garðarsdóttur leikkonu og grínista reyndar grunsamlega mikið.

„Ég heiti Sigin með einföldu i,“ segir meint tvíburasystir Daða Freys í þættinum Straumar sem var á dagskrá á RÚV í gær. Hún veit ekkert betra en að borða hrogn, kveðst stolt af því að vera leiðinleg og skammar bróður sinn fyrir að vera of hokinn.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér í spilara RÚV.

 

 

Mynd: Thule Photo / Thule Photo
10 years með Daða og Gagnamagninu

Tengdar fréttir

Tónlist

Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021