Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Skjálftinn náðist á vefmyndavél á Borgarfjalli

Mynd: Arnhildur Hálfdánardóttir / Arnhildur Hálfdánardóttir
Skjálftinn sem varð klukkan 14:15 og reyndist 5,4 að stærð náðist á vefmyndavél sem RÚV er með á Borgarfjalli. Fyrst sést stóri skjálftinn og svo skömmu seinna annar skjálfti. Þetta var næst sterkasti skjálftinn í skjálftahrinunni sem hófst 24. febrúar með skjálfta upp á 5,7. Tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík þar sem loftplötur losnuðu og hlutir hrundu úr hillum.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV