„Það er kannski komin upp hálfgerð pattstaða þannig að það er ekki beint allsherjarstríð og ekki kannski eins dramatískt og var fyrir fjórum, fimm árum síðan,“ segir Magnús Þorkell um stöðuna í Sýrlandi í dag. Í hverri einustu viku sé mannfall og fólk sem neyðist til að flýja. „Þessi átök eru sérstök að því leytinu til að þetta er ekki svart-hvít staða. Þetta eru svo margir aðilar sem eru að berjast, sem eru með mjög ólíka hagsmuni.“
Hér má hlýða á lengra viðtal við Magnús Þorkel.