Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sæmundarskóli í annað sinn í úrslitum

Mynd: UngRÚV / UngRÚV

Sæmundarskóli í annað sinn í úrslitum

13.03.2021 - 13:42

Höfundar

Sæmundarskóli komst áfram úrslit Skrekks með atriðið „Leitin að liðnum tímum“. Þrátt fyrir vel unnið atriði áttu þau erfitt með að trúa því að þau væru komin í úrslitin. „Við erum enn að bíða að Skrekkur hringi og segi: Það var smá misskilningur þið eruð ekki að komast áfram,“ segir Karen, þátttakandi Sæmundarskóla í Skrekk.

Þetta er í annað sinn sem Sæmundarskóli kemst áfram í úrslit Skrekks. Spennan er mikil fyrir úrslitunum og segja þau að það sé mikill heiður að komast áfram. 

Skrekkshópurinn ætlar að undirbúa sig vel fyrir úrslitin. Þau ætla að taka tvær æfingar og halda stemningunni í hópnum í hámarki. 

Hægt er að sjá atriði Sæmundarskóla „Leitin að liðnum tímum“ á UngRÚV.is og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum. 

Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.