Þetta er í annað sinn sem Sæmundarskóli kemst áfram í úrslit Skrekks. Spennan er mikil fyrir úrslitunum og segja þau að það sé mikill heiður að komast áfram.
Skrekkshópurinn ætlar að undirbúa sig vel fyrir úrslitin. Þau ætla að taka tvær æfingar og halda stemningunni í hópnum í hámarki.
Hægt er að sjá atriði Sæmundarskóla „Leitin að liðnum tímum“ á UngRÚV.is og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum.
Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.