Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021

Mynd: Thule Photo / Thule Photo

Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021

13.03.2021 - 20:59

Höfundar

Þéttur taktur, dansspor, fallegur texti og stuð einkenna lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu sem er Eurovision-framlag Íslendinga árið 2021. Lagið fjallar um samband Daða og Árnýjar konu hans og var í kvöld frumflutt í þættinum Straumar á RÚV.

Árný og Daði byrjuðu saman á Hróarskeldu fyrir tíu árum, eru búsett í Berlín og eiga saman eina dóttur. Í laginu syngur Daði um hvernig samband þeirra verður æ sterkara. Gagnamagnið sér um bakraddir, spilar á heimasmíðuð hljóðfæri og dansar. Með þeim syngja líka börn í kórastarfi í Langholtskirkju og taka undir í bakröddunum.

Mikill spenningur hefur verið fyrir framlagi Íslendinga í ár enda sló lagið Think about things, sem átti að vera framlag okkar í keppninni í fyrra, algjörlega í gegn. Svo mikil var óþreyjan reyndar að laginu var lekið á netið og er nú þegar komið í einhverja umferð í nokkuð lélegum gæðum. Hér má hins vegar loksins hlýða á lagið í bestu gæðum, læra Gagnamagnsdansinn og meðfylgjandi texta. Nýja lagið ætti ekki að svíkja neinn sem elskar lagið Think about things enda hefur það allt til brunns að bera. 10 years mun nú loksins fá að óma um alla heimsbyggðina.

10 Years

We’ve been together for a decade now
Still everyday I’m loving you more
If I could do it all again
I’d probably do it all the same as before

I don’t wanna know what would have happened if I never had had your love
I didn’t become myself before I met you
I don’t wanna know what would have happened if I never had felt your love
Everything about you I like

We started out so fast
Now we can take it slower
Love takes some time, takes a little time so take a little time
As it ages like wine

How does it keep getting better
Everyday our love finds a new way to grow
The time we spend together
Simply feels good
We got a good thing going

And just when I thought that my heart was full
I found places that I never explored
You’re so fascinating
I can’t remember the last time I was bored

I don’t wanna know what would have happened if I never had had your love
I didn’t become myself before I met you
I don’t wanna know what would have happened if I never had felt your love
Everything about you I like

How does it keep getting better
Everyday our love finds a new way to grow
The time we spend together
Simply feels good
We got a good thing going

How does it keep getting better
Everyday our love finds a new way to grow
The time we spend together
Simply feels good
We got a good thing going

Tengdar fréttir

Tónlist

Opinber frumflutningur á lagi Daða í kvöld

Popptónlist

„Smáskammtur af gáfumannaræpu í bland við sprell“

Sjónvarp

„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“