Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Nígería: Rændu þrjátíu nemendum

12.03.2021 - 15:15
Parents are reunited with their daughters in Jangabe, Nigeria, Wednesday, March 3, 2021. More than 300 schoolgirls kidnapped last week in an attack on their school in northwest Nigeria have arrived in Jangabe after been freed on Tuesday. The Girls were abducted few days ago from Government Girls Secondary School in Jangabe in Zamfara state (AP Photo/Sunday Alamba)
 Mynd: AP
Þrjátíu nemendur framhaldsskóla í Kaduna héraði í Nígeríu eru í haldi mannræningja. Þeir réðust inn í skólann í gærkvöld, létu skothríðina dynja úr byssum sínum og höfðu fjölda nemenda á brott með sér.

Töluverðum fjölda tókst að sleppa þegar skotbardagi braust út milli ræningjanna og nígerískra hermanna. Nokkrir særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Um þrjú hundruð manns stunda nám við skólann. Við talningu kom í ljós að þrjátíu vantaði í hópinn. Þeirra er leitað, meðal annars með herþyrlum. 

Vopnaðir hópar hafa rænt um það bil átta hundruð skólanemum í norðurhluta Nígeríu síðan í desember. Allir hafa þeir verið látnir lausir eftir samningaviðræður. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV