Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Baldur loks í höfn

12.03.2021 - 14:12
Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót / RÚV
Höfnin í Stykkishólmi var full af fólki þegar Breiðafjarðarferjan Baldur kom loksins í höfn á öðrum tímanum í dag. Þá höfðu farþegar verið um borð í rúman sólarhring.
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV

Vél Baldurs bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð í gær. Ferjan hefur aðeins eina aðalvél og ekki tókst að koma henni í gang. Alls voru 28 um borð, átta manna áhöfn og 20 farþegar. Ferðin átti að taka tæpar þrjár klukkustundir en tók rúman sólarhring. 

Varðskipið Þór tók Baldur í tog og sigldi með hann í átt að Stykkishólmi en hafnsögubáturinn Fönix tók við drættinum síðasta spölinn. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var til taks og fréttastofa fékk myndirnar hér að neðan sendar þaðan.

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan