Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vill greiða leið mannúðaraðstoðar til Sýrlands

epa08964976 A still image obtained from a live video feed by the World Economic Forum (WEF) shows Secretary-General of the United Nations Antonio Guterres as he delivers Special Address during a virtual meeting of the World Economic Forum, 25 January 2021. The World Economic Forum (WEF) was scheduled to take place in Davos. Due to the Coronavirus outbreak, it will be held online in a digital format from January, 25-29.  EPA-EFE/PASCAL BITZ / WEF HANDOUT MANDATORY CREDIT / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd: EPA-EFE - WORLD ECONOMIC FORUM
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir greiðari aðgangi mannúðaraðstoðar til Sýrlands. Hann óskar jafnframt eftir ályktun Öryggisráðsins um málið.

Þetta sagði Guterres í yfirlýsingu í gær. Tilefni hennar er að tíu ár eru síðan borgarastríð braust út í landinu. Hann sagði ástandið líkast martröð og hungur steðji að sex af hverjum tíu íbúum landsins á árinu. Nauðsynlegt sé að færa öllum Sýrlendingum aðstoð, og til þess þurfi greiðari aðgang fyrir mannúðaraðstoð. Auka verði flutninga yfir landamærin svo hægt sé að koma nauðsynjum til allra sem þurfi á henni að halda. „Því hef ég ítrekað hvatt Öryggisráðið til að ná samkomulagi," sagði Guterres.

AFP segir skýringar Vesturveldanna á dræmum aðgangi mannúðaraðstoðar til Sýrlands að hluta til skýrast af skrifræði stjórnvalda í Damaskus og vonir þeirra um að tryggja að vopnaðar sveitir fái engar vistir.