Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sjón og Hallgrímur sæmdir heiðursorðu Frakka

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett - RÚV

Sjón og Hallgrímur sæmdir heiðursorðu Frakka

11.03.2021 - 10:38

Höfundar

Rithöfundarnir Sjón og Hallgrímur Helgason hafa verið sæmdir franskri heiðursorðu lista og bókmennta.

Heiðursorðan (L'Ordre des Arts et des Lettre –  officier) er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista.  Orðan er veitt til þess að heiðra þá  sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar.

Sjón hlaut orðuna laugardaginn 27. febrúar og Hallgrímur 10. mars. Athafnirnar fóru fram í franska sendiherrabústaðnum og það var sendiherra Frakklands, Graham Paul, sem afhenti orðurnar.

Hallgrímur Helgason bjó í París um nokkurra ára skeið og margar af bókum hans hafa verið þýddar á frönsku. Hallgrímur þýddi verkið Tartuffe eftir fremsta leikskáld Frakka, Moliére fyrir Þjóðleikhúsið. Sjón hefur einnig tekið þátt í verkefnum á sviði leiklistarinnar. Árið 2008 þýddi hann verkið Le Musée de la mer eftir Marie Darrieussecq á íslensku sem var sett á svið í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Arthur Nauzyciel. Verkið sem var þýtt af Sjón var svo sett á svíð með texta í Centre Dramatique National d’Orleans og Théatre de Gennevilliers (T2G).  Árið 2011 skrifaði hann texta við óperuna Red Waters eftir Keren Ann og Barða Jóhannsson sem var framleidd af Centre Dramatique National d’Orléans og óperunni í Rouen.  Fjórar af bókum Sjóns hafa verið þýddar á frönsku af Éric Boury hjá útgáfunni Rivages. Franska sendiráðið þakkar honum sérstaklega fyrir að hafa tekið að sér að vera hluti af dómnefnd tvisvar fyrir kvikmyndaverðlaunin kennd við Solveigu Anspach en þau eru veitt fyrir bestu stuttmynd og eru í umsjón franska sendiráðsins, Alliance Francaise og Reykjavíkurborgar.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Hallgrímur undir vökulu auga borgara í upplestrarferð

Kvikmyndir

Hefði sennilega ekki gert víkingamynd með neinum öðrum

Bókmenntir

Listin að muna

Myndlist

Lætur loksins allt að stjórn