Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Prinsinn vísar kynþáttafordómum á bug

11.03.2021 - 14:33
Mynd: AP / AFP
Vilhjálmur prins, hertogi af Cambridge, kom bresku konungsfjölskyldunni til varnar í dag þegar hann lýsti því yfir við blaða- og fréttamenn að hún væri alls ekki haldin kynþáttafordómum. Harry, bróðir hans, og Meghan, eiginkona hans héldu því fram í sjónvarpsviðtali við Ophru Winfrey, sem sýnt var um helgina.

Vilhjálmur og Katrín, eiginkona hans, voru í heimsókn í skóla í austurhluta Lundúna þegar hann ræddi stuttlega við fjölmiðlafólk. Hann kvaðst ekki hafa talað við bróður sinn eftir að viðtalið var sýnt, en ætlar að gera það fljótlega.

Vilhjálmur er sá fyrsti í konungsfjölskyldunni sem svarar fyrir ásakanir bróður síns og mágkonu. Elísabet drottning sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hún segist taka málið alvarlega og ætlar að taka á því innan fjölskyldunnar.