Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óskrifuðu reglurnar sem unglingar fylgja

Mynd: UngRÚV / UngRÚV

Óskrifuðu reglurnar sem unglingar fylgja

11.03.2021 - 14:25

Höfundar

„Það geta ekki allir litið eins út. Það hafa ekki allir efni á sama dótinu, þessu nýja, fína og flotta,“ segir Saga María Sæþórsdóttir nemandi í Langholtsskóla. Skrekkshópur skólans segist vilja vekja athygli á þessu með glaðlegum hætti, ekki með því að rífast og skammast á dramatískan hátt.

Langholtsskóli er kominn í úrslit í Skrekk og keppir ásamt sjö öðrum skólum um Skrekksstyttuna mánudaginn 15. mars í Borgarleikhúsinu. 

Atriði Langholtsskóla „Boðorðin 10“ fjallar um þessar óskrifuðu reglur sem unglingar eiga til að fylgja. Unglingum finnst þær oft segja til um það hvernig á að vera og því fylgir oft mikil pressa. Þátttakendur Langholtsskóla vilja breyta reglunum, ekki bara fyrir sig heldur alla unglinga. 

Stemmningin í hópnum er góð og þau segja að það sé gaman að fá loksins að uppskera eftir alla vinnuna sem þau hafa lagt í í atriðið.  

Hægt er að sjá atriði Langholtsskóla „Boðorðin 10“ á UngRÚV.is og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum. 

Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.