Þrátt fyrir að vita ekki mikið um einhverfu köfuðu keppendur Laugalækjarskóla djúpt í málefnið. Þau fengu Einhverfusamtökin í heimsókn til sín og spurðu þau spjörunum úr sem skilaði sér svo sannarlega í atriðið. Hópurinn segir að það sé mjög mikilvægt að vekja athygli á einhverfu og að fólk sé meðvitað.
Gleðin leyndi sér ekki þegar tilkynnt var að Laugarlækjarskóli kæmist áfram í úrslit. „Þegar okkar skóli var lesinn upp þá grenjaði ég“, segir Sigríður Erla Borgarsdóttir keppandi Laugalækjarskóla.
Hægt er að sjá atriði Laugalækjarskóla „Í öðru ljósi“ á UngRÚV.is og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum.
Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.