Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Skjálfti af stærðinni 5,1 á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga um klukkan 03:15 í nótt. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 5,1 að stærð. Fjöldi smærri skjálfta hafa mælst frá miðnætti, þar af tíu af stærðinni 3,0 eða stærri. Enginn gosórói hefur mælst í nótt.