Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Háskólinn á Akureyri hyggst bjóða upp á listnám

Mynd: www.unak.is / Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri stefnir að því koma á fót listnámi við skólann á allra næstu árum. Hafin er fýsileikakönnun á því hvernig nám er hægt að bjóða og að henni lokinni verður boðað til málþings. Möguleiki er að því að Listaháskóli Íslands komið að náminu.

Hugmyndin verið til umræðu í mörg ár

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, var gestur á Morgunvakt Rásar 1 í morgun þar sem hann ræddi meðal annars þær hugmyndir að koma á listnámi við skólann. Viðtalið við Eyjólf er í heild hér að ofan. 

„Það er búið að ræða í mörg ár með hvaða hætti er hægt að auka aðgengi að listnámi. Þetta eru margar hugmyndir, við þurfum að vera viss um að þetta passi innan þeirra kerfa og viðurkenningaferla sem eru við líði í menntakerfinu. Þannig að það var tekin sú ákvörðun að fá bara helstu aðila að borðinu. Það eru Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Tónlistarskólinn á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Leikfélag Akureyrar, VMA og Menntaskólinn á Tröllaskaga sem hafa komið sér saman um að gera fýsileika könnun á því hvaða nám er hægt að bjóða,“ segir Eyjólfur.

Málþing strax í vor

Hann segir að verkefnið geti tekið tíma en mikilvægast sé að fara af stað og kanna hvar áhuginn liggur. „Við munum gera þessa könnun og svo verður málþing um mánaðamótin apríl, maí þar sem farið verður yfir niðurstöðurnar og reynt svona að átta sig á því hver tímaramminn er og með hvaða hætti þetta er best gert. Þegar samstarf er komið á og búið að ákveða hvað á að gera þá hlutirnir gerst tiltölulega fljótt.“

„Hluti af uppbyggingu samfélaga“

„Þetta er svona hluti af uppbyggingu samfélaga. Ef við ætlum okkur að vera með nútímasamfélag þar sem fólk vill búa og njóta að þá þurfum við að vera viss um að það sé fjölbreytt menningar- og listalíf og fjölbreytt atvinnulíf.“

Hann segir mikilvægt að Listaháskóli Íslands sé tilbúinn að koma að borðinu og ræða mögulegt samstarf. „Listaháskólinn er með viðurkenningu fyrir listgreinar í landinu og því er mjög öflugt að vinna með þeim að því hvernig hægt er að opna þetta aðgengi.“