„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“

Mynd með færslu
 Mynd: Geof­frey Hunt­ingdon-Williams - RÚV

„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“

09.03.2021 - 14:16

Höfundar

Veitingastaðurinn Prikið tók í dag við strætóskýli sem áður stóð við Njarðargötu í Vatnsmýri til varðveislu. Skýlið er merkilegt fyrir þær sakir að á því er listaverk eftir Mar­geir Dire Sig­urðar­son, mynd­list­ar­mann sem lést árið 2019. Einn eig­enda Priks­ins segir magnað að geta varðveitt verkið á þennan hátt en Margeir var tíður gestur á staðnum.

Lést langt fyrir aldur fram

Myndlistamaðurinn Margeir Dire Sigurðarson, lést langt fyrir aldur fram árið 2019. Margeir skildi eftir sig fjölmörg  listaverka á víð og dreif um Reykja­vík­ur­borg. Meðal annars mynd sem hann teikaði á strætóskýlið við Njarðargötu.

Borgin tók strax vel í erindið

Geof­frey Hunt­ingdon-Williams, einn eig­enda Priks­ins, vakti áhuga á verkinu í fyrra og óskaði í kjölfarið eftir því við Reykjavíkurborg að fá það til varðveislu. Hann segir borgina hafa tekið vel í erindið. „Við sendum inn formlega beiðni og borgin tók bara starx ótrúlega vel í þetta. Verkið var svo flutt til okkar í dag og verður til sýnist í portinu fyrir aftan Prikið um ókomna tíð. Við munum passa það vel, við ætlum að setja plexígler yfir málverkið sjálft til að það varðveitist sem best,“ segir Geoffrey.

Margeir tíður gestur á Prikinu

Geof­frey sem sjálfur var náinn vinur Margeirs segir viðeigandi að heiðra minningu hans á þennan hátt og á þessum stað. „Margeir var tíður gestur hérna hjá okkur á Prikinu og það er frábært að geta heiðrað minningu hans á þennan hátt. Og nú getum við notið samvistar við Margeir á ný.“

Tengdar fréttir

Pistlar

Skapandi möguleiki lögbrota

Pistlar

Hvar og hvernig lifir Flatus?

Pistlar

Samnefnarinn sem sannar að manneskjan er vitleysingur

Menningarefni

Flatus lifir enn