Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Norðmenn bíða með hertar sóttvarnir

09.03.2021 - 12:40
epa08144899 Norwegian Prime Minister and leader of the Conservative Party, Erna Solberg, speaks at a media conference after the resignation of populist coallition partner Progress Party (Fremskrittspartiet) from Norway's four party government coalition, in Oslo, Norway, 20 January 2020. The move will cause Prime Minister Solberg to lose her parliamentary majority. The populist Progress Party's resignation came after a controversy over the repatriation of a so-called 'IS bride' and her children to Norway.  EPA-EFE/TERJE BENDIKSBY NORWAY OUT
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti verulegum áhyggjum af fjölgun kórónuveirusmita, á fundi með fréttamönnum í morgun. Solberg sagði að nú væri á kreiki stökkbreytt afbrigði veirunnar sem smitaðist auðveldar og landsmenn yrðu að sýna mikla aðgát

Allir yrðu að vera viðbúnir að gripið yrði til harðra aðgerða sagði Erna Solberg. Sveitarfélög yrðu að bregðast hart við smitum, en ástandið væri svo ólíkt í landinu að ekki væri ástæða til að grípa til ráðstafana nú sem næðu til alls Noregs. Ef ástandið batnar ekki skjótt hefur ríkisstjórnin rætt aðgerðir á landsvísu.