Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Grunaður hryðjuverkamaður í haldi á Ítalíu

08.03.2021 - 10:08
Erlent · Frakkland · Ítalía · Evrópa
epa08953838 Police check a group of men in Piazza Duca D?Aosta during the second wave of the Coronavirus epidemic, Milan, Italy 20 January 2021. Lombardy has entered the red zone with the highest level of restrictions.  EPA-EFE/Andrea Fasani
Ítalskir lögreglumenn. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Ítalska lögreglan segist hafa haldi mann frá Alsír grunaðan um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og tengjast hryðjuverkunum í París í nóvember 2015.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi veitt þeim beinan stuðning sem sem stöðu að hryðjuverkunum og meðal annars útvegað þeim fölsuð skjöl og skilríki.

Að sögn ítölsku fréttastofunnar ANSA hafði maðurinn setið fangelsi í Bari vegna tveggja ára dóms fyrir skjalafals og hefði átt að losna úr haldi eftir þrjá mánuði. Nýjar vísbendingar hefðu hins vegar leitt í ljós tengsl hans við hryðjuverkin í París.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV