Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Chelsea vann Everton í þýðingarmiklum leik

epa09062516 Everton's Gylfi Sigurdsson (L) and Chelsea's Mateo Kovacic (R) in action during the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Everton FC in London, Britain, 08 March 2021.  EPA-EFE/Mike Hewitt / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Chelsea vann Everton í þýðingarmiklum leik

08.03.2021 - 20:31
Chelsea vann 2-0 sigur á Everton á heimavelli þegar liðin mættust í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í leiknum en Chelsea hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Þjóðverjans Thomas Tuchel.

Leikurinn var sérstaklega mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti en fyrir leikinn var Everton aðeins stigi á eftir Chelsea sem sat í 4. sæti.

Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik þegar skot Þjóðverjans Kai Häverts fór af Ben Godfrey, varnarmanni Everton, og í netið. Hävertz skoraði svo í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Á 65. mínútu nældi hann svo í vítaspyrnu sem Brasilíumaðurinn Jorginho skoraði úr af öryggi og lokatölur 2-0. 

Chelsea hefur nú unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli í þeim níu deildarleikjum sem Tuchel hefur stýrt. Lundúnarliðið situr í 4. sæti með 50 stig eftir sigurinn, fjórum stigum á eftir Manchester United sem situr í 2. sæti en fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester City. 

Í seinni leik kvöldsins lagði West Ham svo Leeds að velli, 2-0, en Jesse Lingard og Craig Dawson skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik. West Ham er eftir leikinn með 48 stig í 5. sæti en Leeds situr í 11. sæti.