Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bíll rann á rólu þar sem barn var að leik

Mynd með færslu
 Mynd: Katrín Árnadóttir
Bíll rann niður brekku ofan í garð við fjölbýlishús í Hafnarfirði síðdegis og endaði á rólu. Sjúkrabíll flutti rúmlega tveggja ára barn sem þar var að leik á bráðadeild. Ekki er ljóst hvort eða hversu alvarlega slasað barnið er.

Ekki er vitað hvað olli slysinu. Svo sem sjá má snerist bíllinn á hliðina þegar hann lenti á leiksvæðinu í garði fjölbýlishússins og skall á rólu. 

Lögreglumenn sem fóru á vettvang vinna enn að málinu og er ekki búið að bóka hvað hefði gerst. Frekari fréttir fást því ekki að svo stöddu.

Uppfært 22:11 Tveggja ára drengur slasaðist á fæti þegar mannlaus bíll rann niður brekku ofan í garð við fjölbýlishús í Hafnarfirði síðdegis. Tvö börn voru þar að leik. Bíllinn fór yfir fót annars barnsins og var það flutt á bráðadeild með sjúkrabíl. Maðurinn sem var á bílnum hafði brugðið sér úr honum örskotsstund, skilið hann eftir í hlutlausum og gleymt að setja í handbremsu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Bíllinn rann við það niður brekkuna. Nokkur vitni urðu að atvikinu og losuðu barnið undan bílnum. 
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV