Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Man eftir að hafa fengið fljúgandi spólur í andlitið

Mynd: Núll og nix / RÚV

Man eftir að hafa fengið fljúgandi spólur í andlitið

06.03.2021 - 10:45

Höfundar

Sigrún Birna Pétursdóttir er bakrödd í Gagnamagninu. Hún er líka litla systir Daða Freys. Systkinunum semur yfirleitt vel en það gengur á ýmsu, eins og við er að búast þegar sex ár eru á milli.

„Fyrsta sem Daði gaf mér var tuskudýrssvín sem ég fékk á spítalanum þegar hann kom að heimsækja mig í fyrsta skipti,“ segir Sigrún Birna í heimildarþætti um Daða og gagnamagnið sem sýndur er á RÚV klukkan 19:45 í kvöld

„Ég er sex árum yngri en Daði og ég man alveg eftir að hafa fengið fljúgandi VHS-spólur í andlitið og svona. Okkur samdi samt alveg vel. Við höfum aldrei verið óvinir.“

Mynd með færslu
 Mynd: Núll og nix - RÚV

Hún áttaði sig í fyrstu ekki á því af hverju Daði vildi hafa hana með í sveitinni. „Hver vill hafa litlu systur sína með sér í einhverju? Ætli það hafi ekki bara verið að gera þetta með fólki sem manni þykir vænt um? Hafa fólk í kringum mann sem maður treystir og langar til að gera eitthvað skemmtilegt með.“  

Sigrún Birna er í gullsmíðanámi í Tækniskólanum. Tveimur vikum áður en myndbandið við Eurovision-lag Daða Freys var tekið upp fékk hún þá hugmynd að hanna og smíða hringa fyrir sveitina. Í þættinum í kvöld má berja hringana augum. Lagið sjálft verður frumflutt í fyrsta þætti af nýjum tónlistar- og skemmtiþáttum, Straumum, laugardaginn 13. mars.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Ég hef reynt að segja þeim að þetta sé of flókið“

Sjónvarp

„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“