Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Vill afnema einkaleyfi fyrir bóluefni við COVID-19

epa08209243 Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director General of the World Health Organization (WHO), informs the media about the update on the situation regarding the novel coronavirus (2019-nCoV), during a new press conference, at the World Health Organization (WHO) headquarters in Geneva, Switzerland, 10 February 2020. The novel coronavirus (2019-nCoV), which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 910 people and infected over 40,000 others, mostly in China. The death toll from the novel coronavirus has surpassed the death toll from SARS epidemic of 2002-2003.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA-EFE - Keystone
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hvatti í dag til þess að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-19 yrðu afnumin til þess að tryggja að hægt væri að framleiða og selja ódýrar eftirgerðir af þeim.

„Við lifum ótrúlega tíma og við verðum að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja,“ skrifaði hann í pistli í breska blaðinu Guardian í dag. „Það er gripið til ýmissa leiða til að auka sveigjanleika í alþjóðaviðskiptum í neyð, og heimsfaraldur, sem hefur lokað landamærum og sett stór og smá fyrirtæki á hliðina, hlýtur að teljast neyð.“ Hann sagði lykilatriði að afnema allar hömlur og höft sem takmörkuðu aðgengi að bóluefni. 

Tedros tók fram að þrátt fyrir að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-10 yrðu afnumin fengju fyrirtæki að njóta góðs af því að hafa þróað bóluefni, enda fengju þau sérstakar greiðslur frá þeim ríkjum sem nýttu bóluefnið. Lyfjafyrirtæki og stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu hafa lagst gegn því að einkaleyfi verði afnumið og segja að það stórminnki hvatann til þess að þróa bóluefni. 

Í greininni fagnaði Tedros einnig COVAX-samstarfinu sem tryggir fátækari ríkjum heims aðgang að bóluefni við COVID-19. Í síðustu viku urðu Gana, Kólumbía og Fílabeinsströndin fyrstu ríkin til þess að fá bóluefni á grundvelli samstarfsins. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV