Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Snæfríður Sól synti sig líklega inn á Ólympíuleikana

Mynd með færslu
 Mynd: SSÍ

Snæfríður Sól synti sig líklega inn á Ólympíuleikana

05.03.2021 - 18:12
Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti frábært sund á móti í Vejle í Danmörku í dag og gerði sér lítið fyrir sló Íslandsmet í 200 metra skriðsundi. Snæfríður stendur vel að vígi varðandi farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar eftir sundið.

Tími hennar var nefnilega undir B-lágmarki fyrir Ólympíuleikana sem er 2:00,80 en Snæfríður synti á 2:00,50 sem er 32 hundraðshlutum úr sekúndu betra en gamla Íslandsmetið hennar í greininni. 

Þá var einnig um lágmark fyrir EM í 50 metra laug að ræða. Árangur dagsins gulltryggir þó ekki sæti Snæfríðar á ÓL en Ísland á kvóta til þess að senda konu til leiks í sundi. Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem er öruggur með sæti sitt á leikunum í Tókýó.