Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri í kringum hádegi

05.03.2021 - 12:31
Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mældust á aðeins tuttugu mínútum í kringum 12-leytið í dag. Sá fyrsti varð klukkan 11:50, 4,4 að stærð og fjórum mínútum seinna varð einn 3,7 að stærð. Svo urðu skjálftar 3,2, 3,6, 3 og 3,6 að stærð. Allir áttu þeir upptök skammt frá Fagradalsfjalli.

Tólf skjálftar af stærðinni þrír eða stærri hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti.

Hér má fylgjast með helstu skjálftatíðindum um leið og þau berast.

Í gær mældust um 3.000 jarðskjálftar og frá miðnætti hafa tæplega 700 skjálftar mælst. Í heildina hafa rúmlega 20.000 jarðskjálftar mælst síðan jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku síðan. Mesta virknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjall og hefur færst aðeins í norðausturátt, miðað við virkni í gær.