Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fimm fjölbreytt og frískandi fyrir helgina

Mynd með færslu
 Mynd: carolesdaughter

Fimm fjölbreytt og frískandi fyrir helgina

05.03.2021 - 16:10

Höfundar

Það er komið víða við í Fimmunni að þessu sinni og í boði er djassað rapp frá hinni efnilegu LENNY, klúbbaslagari frá UNKLE, norkst hljóðgervlapopp frá DATAROCK, indífolk frá Lord Huron og nýjasta Tik Tok megastjarna heimsins, carolesdaughter, með draugalegan smell.

ENNY - Nu Nomal

Við byrjum í Suður-London þar sem hip-hop, R&B og djasskokteillinn virðist enn og aftur vera að slá í gegn. Rapparinn Enny átti smá hitt í fyrra með laginu Peng Black Girls en virðist Nu Normal-ríman hennar vera fara á flug á streymisveitum og tjúbunni. Hún sækir áhrif í Digable Planets, Erykah Badu og Lauren Hill eins og kollegi hennar Greentea Peng og gerir það nokkuð vel.


UNKLE - Do Yourself Good (Ronin Throwdown)

Trip hop-kóngurinn James Lavelle er að fara senda frá sér nýtt efni á plötu eða mixtape sem heitir Rōnin I. Lagið Do Yourself Good er massafínn danssmellur og sperrir mann allan til að heyra restina af plötunni sem er að sögn listamannsins verk sem endurspeglar heilt kvöld á klúbbnum.


DATAROCK - Video Store

Danspönk-dúettinn DATAROCK sem hefur verið starfandi frá því upp úr 2000 og er kannski þekktastur fyrir sína fyrstu plötu þar sem þeirra frægasta lag Computer Camp Love var að finna. En nóg um það gaurarnir sendu frá höfuðstöðvunum í Bergen hressandi óð sinn um vidjóleigur, MTV, Netflix, HBO, Zoom sem er akkúrat það sem flestir eru að hugsa um þessa dagana.


Lord Huron - Not Dead Yet

Indífolk sveitin Lord Huron frá Los Angeles er þekktust fyrir lag sitt The Night We Met sem hefur verið streymt 700 milljón sinnum á spottanum. Nýja lagið þeirra Not Dead Yet virðist vera komast á gott flug þessa dagana en það fjallar um að vera í frekar slæmu standi og ekkert sérstaklega vel upplagður.


carolesdaughter - Violent

Nýjasta Tik Tok-æðið er hin 18 ára carolesdaughter sem er að slá heldur betur í gegn með lagi sínu Violent. Lagið hljómar smá svipað og hún sé tvíburasystir Billie Eilish og poppvélin virðist ætla að gera carolsdaughter að álíka fyrirbæri, þannig að það er gott að hoppa á vagninn og fylgjast með frá byrjun.


Fimman á Spottanum