Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum

05.03.2021 - 15:28
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 6,2 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það er 0,1 prósenti lægra en í janúar. Nýjum störfum í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði fjölgaði um 379 þúsund. Það er mun meira en sérfræðingar á vinnumarkaði höfðu spáð.

 

Jerome Powell seðlabankastjóri kvaðst í gær vongóður um að ástandið á vinnumarkaði færi batnandi á þessu ári, en taldi þó afar ólíklegt að það yrði jafn gott í ár og áður en heimsfaraldurinn braust út. Að sög n Reuters fréttastofunnar kvarta margir atvinnurekendur yfir því að erfitt sé að fá fólk til starfa þótt milljónir landsmanna séu án atvinnu. 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV