Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Borgin fundar með skólaráði Fossvogsskóla

05.03.2021 - 15:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur boðað skólaráð Fossvogsskólatil fundar á mánudaginn með fulltrúum borgarinnar vegna myglu í skólanum.

 

Foreldrar barna í Fossvogsskóla krefjast þess að Reykjavíkurborg setji lausn á mygluvandanum í skólanum í forgang. Faðir drengs í skólanum hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda vegna málsins og segir forsvarsmenn borgarinnar hafa gert lítið úr málinu. 

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að allra leiða verði leitað til að leysa málið og að nýir valkostir verði kynntir á fundinum eftir helgi.

 

 

„Ég hef bara fullan skilning á því að foreldrar barna sem finna fyrir einkennum og vanlíðan í skólanum, eðlilega hafa þau ýmislegt við þetta að athuga. Ég skil það fullkomlega og get mjög vel sett mig í þau spor. Fyrir mér og okkur vakir ekkert annað en að leysa hratt og vel úr þessari stöðu svo börnunum geti liðið vel í skólanum. Það er auðvitað forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Skúli.