Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica

05.03.2021 - 17:52

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ari Eldjárn, Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. 

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Load, sjötta breiðskífa Metallica sem kom út júní 1996 – fyrir bráðum 25 árum síðan. 

Það eru ekki allir gamlir aðdáendur Metallica ánægðir með þessa plötu, eða þeir vorun það amk. ekki þegar hún kom út. Svarta platan sem kom út 1991 skipti aðdáendum sveitarinnar í tvær fylkingar, þá sem höfðu fylgst með frá upphafi og skyldu ekkert í því hvert bandið þeirra var að fara og svo hina fjölmörgu aðdáendur sem bættust í hópinn þegar hún kom út. 

Load er næsta plata á eftir svörtu plötunni og þar reynir Metallica fyrir sér frekar á allskyns hard-rokk, kántrí-rokk, blús og suðurríkja-rokk slóðum en það er minna um Thrash-metalinn sem einkenndi fyrstu plöturnar þeirra. Af þessu voru ekki allir hrifnir, en massinn keypti þetta og platan seldist vel og nokkur lög af henni voru spiluð talsvert í rokkútvarpi um allan heim. Lög eins og Until It Sleeps, Hero of the Day og Mama Said. 

Lars Ulrich svaraði gagnrýni á plötuna á sínum tíma með Því að segja að þegar menn hættu að prófa nýja hluti væri eins gott að setjast bara á rassgatið og drepast, en platan fékk misjafna dóma. 

Hún seldist aftur á móti vel og sat t.d. fjórar vikur í röð í toppsæti bandaríska vinsældalistans og engin plata Metallica hafði selst eins vel til þess tíma. 

Vintage Caravan - Whispers
Metallica - Ain´t my bitch (plata þáttarins)
Humble Pie - The Fixer
RAGNAR ÓLAFSSON ÚR ASK THE SLAVE Á LÍNUNNI
Ask the Slave - Chain Gang
Judas Priest - Breaking the law
VINUR ÞÁTTARINS
Dave Mason - Let it go, let it flow
SÍMATÍMI
Mogwai - Ceiling granny
Devo - Mongloid (óskalag)
Gary Numan - Intruder (óskalag)
Gojira - Born for one thing
Metallica - Until it sleeps (plata þáttarins)
Pantera - Walk (óskalag)
Black Sabbath - Thrashed (óskalag)
Nightwish - Noise
Ian Hunter - Once bitten twice shy
GESTUR FUZZ - ARI ELDJÁRN
Das kapital - Svartur gítar
ARI II
Kiss - Deuce
ARI III
Kiss - Hotter than Hell
Metallica - Hero of the day (plata þáttarins)
Small Faces - -You need loving (óskalag)
Led Zeppelin - Stairway to heaven

Tengdar fréttir

Popptónlist

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2

Popptónlist

Dóra Einars - Janis og Sabbath

Popptónlist

Smári Tarfur - AC/DC og KISS

Popptónlist

Andrea Jóns - Taste og Def Leppard