Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sputnik til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu

04.03.2021 - 11:53
epa09029567 A nurse prepares a dose of the Sputnik V vaccine, during the vaccination campaign against COVID-19, in the National Hospital of Itaugua, Paraguay, 22 February 2021. A 40-year-old nurse was the first person to be vaccinated against the covid-19 in Paraguay, where the immunization campaign began on 22 February with a shipment of 4,000 doses of Sputnik V, reserved for health personnel in the South American country, with 3,000 deaths from the pandemic and more than 150,000 cases.  EPA-EFE/Nathalia Aguilar
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til skoðunar Sputnik, rússneska bóluefnið við kórónuveirunni. Verði bóluefnið samþykkt verður það hið fyrsta sem tekið er í notkun í Evrópusambandsríkjum framleitt utan Vesturlanda. 

 

Lyfjastofnun Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í morgun um að rússneska bóluefnið hefði verið tekið þar til skoðunar, en leiðtogar margra Evrópusambandsríkja hafa tekið vel í það í ljósi þess að framleiðsla á öðrum bóluefnum hefur ekki gengið eins hratt og vonast var eftir.

Lyfjastofnunin hefur þegar lagt blessun yfir bóluefni frá Pfizer-BioNTech, Moderna og AstraZeneca og fleiri bíða umfjöllunar, en nú er komið að Sputnik.

Ekki hefur það þó gengið snurðulaust fyrir sig og ágreiningur risið milli stofnunarinnar og Rússa um ýmis atriði. Auk þess hafa embættismenn hjá Evrópusambandinu farið fram á að fá að skoða framleiðslustaði bóluefnisins.

Ungverjar riðu hins vegar á vaðið á undan Lyfjastofnun Evrópu, lögðu blessun sína yfir Sputnik og pöntuðu skammta til bólusetninga. Tékkland og Slóvakía hafa einnig pantað bóluefnið frá Rússum.

Samkvæmt læknablaðinu Lancet sýndu tilraunir með bóluefnið á 20.000 sjálfboðaliðum yfir níutíu prósent virkni.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur kórónuveirusmitum í Evrópu fjölgað á ný eftir stöðuga fækkun undanfarnar sex vikur.