Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist vel á suðvesturhorni landsins.  Órói hefur ekki hafist að nýju samhliða skjálftanum. 

Virknin virðist að mestu vera bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst eitthvað til suðvesturs frá því í gær. Órói og skjálftavirkni minnkaði eitthvað í nótt en  jókst aftur um fimmleytið í morgun.

Alls hafa 15 til 20 skjálftar af stærðinni þrír og yfir mælst frá miðnætti.