Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

KR sótti sigur til Njarðvíkur

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

KR sótti sigur til Njarðvíkur

04.03.2021 - 21:55
KR-ingar unnu Njarðvík suður með sjó í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk, 81-77. Tyler Sabin var stigahæstur KR-inga með 26 stig en Antonio Hester skoraði 25 stig fyrir Njarðvík.

ÍR sigraði Tindastól, 91-69. Collin Pryor var stigahæstur ÍR-inga með 20 stig en hjá Tindastóli skoraði Jaka Brodnik 17 stig. Höttur vann öflugan útisigur á Grindavík, 96-89. Michael Mallory skoraði 22 stig í liði Hattar en Dagur Kár Jónsson var stigahæstur Grindvíkinga með 26 stig. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan sigur á Þór Akureyri, 102-69. Þar var Calvin Burks stigahæstur Keflvíkinga með 21 stig og Ivan Aurrecoechea Alcolado skoraði 15 stig fyrir Akureyringa.

Sæti Lið Leikir Stig
1. Keflavík 12 20
2. Þór Þorlákshöfn 11 16
3. Stjarnan 11 16
4. KR 12 16
5. ÍR 12 12
6. Grindavík 12 12
7. Njarðvík 12 10
8. Tindastóll 12 10
9. Valur 11 8
10. Höttur 12 8
11. Þór Akureyri 11 6
12.  Haukar 10 4