Starship-eldflaugin við lendingu í gær. Mynd: ASSOCIATED PRESS - SpaceX
Starship-eldfaug frá fyrirtækinu SpaceX sprakk eftir að því er virtist óaðfinnalega lendingu í gær.
Eldflauginni var skotið á loft frá Boca Chica í Texas og lenti hún síðar í lóðréttri stöðu eins og ráð hafi verið fyrir gert. Eldflaugin sprakk hins vegar fáeinum mínútum eftir lendingu. Ekki hefur verið gefin nein skýring á hvað fór úrskeiðis.
Eldflaugaskotið í gær var liður í undirbúningi SpaceX að senda fólk og varning til tunglsins og reikistjörnunnar Mars í framtíðinni.