Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Eldflaug sprakk eftir lendingu

04.03.2021 - 08:18
In this image from video made available by SpaceX, one of the company's Starship prototypes fires its thrusters as it lands during a test in Boca Chica, Texas, on Wednesday, March 3, 2021. SpaceX’s futuristic Starship looked like it aced a touchdown Wednesday, but then exploded on the landing pad with so much force that it was hurled into the air. The failure occurred just minutes after SpaceX declared success. (SpaceX via AP)
Starship-eldflaugin við lendingu í gær. Mynd: ASSOCIATED PRESS - SpaceX
Starship-eldfaug frá fyrirtækinu SpaceX sprakk eftir að því er virtist óaðfinnalega lendingu í gær.

Eldflauginni var skotið á loft  frá Boca Chica í Texas og lenti hún síðar í lóðréttri stöðu eins og ráð hafi verið fyrir gert. Eldflaugin sprakk hins vegar fáeinum mínútum eftir lendingu. Ekki hefur verið gefin nein skýring á hvað fór úrskeiðis.

Eldflaugaskotið í gær var liður í undirbúningi SpaceX að senda fólk og varning til tunglsins og reikistjörnunnar Mars í framtíðinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.