Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Búið að bólusetja 4 milljónir Rússa

04.03.2021 - 14:57
epa09033393 A local man receives an injection with the Russian Sputnik V COVID-19 vaccine on the pro-Russian militant-controlled territory of self-proclaimed Donetsk People's Republic (DPR) in Donetsk, Ukraine, 24 February 2021. Sputnik V vaccine against COVID-19 was supplied to Donbas from Russia on 31 January 2021.  The first part of the Oxford/AstraZeneca (Covishield) vaccine against COVID-19 was delivered in Ukraine on 23 February. Ukraine has signed contract for the supply of 12 million doses of COVID-19 vaccines, which were developed by AstraZeneca (UK-Sweden) and NovaVax (USA) and are produced at the Serum Institute facilities (India). Ukraine`s Health Ministry certified the Oxford/AstraZeneca (Covishield) vaccine against COVID-19 for emergency use in the country on 22 February.  EPA-EFE/Alexander Smith
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rúmlega tvær milljónir Rússa hafa verið bólusettar tvisvar sinnum með Sputnik V bóluefninu og tvær milljónir til viðbótar einu sinni. Vladimír Pútín upplýsti þetta þegar hann ræddi við sjálfboðaliða í Moskvu í dag.

Samkvæmt þessu á rússneskt heilbrigðisstarfsfólk töluvert verk fyrir höndum, þar sem samkvæmt þessu er einungis búið að bólusetja 1,3 prósent þjóðarinnar gegn COVID-19. 

Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að Sputnik V bóluefnið hefði verið tekið til skoðunar. Rússar gera sér vonir um að það fái grænt ljós strax í þessum mánuði. Þeir segjast vera tilbúnir að afhenda fimmtíu milljónir skammta af því frá og með júní. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem læknatímaritið Lancet birti í síðasta mánuði telst Sputnik V veita hátt í 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni.