Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Björgunarsveitarmaður:„Huga þarf að mannlega þættinum“

Mynd með færslu
 Mynd: Dagný Hulda Erlendsdóttir - RÚV
Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að öllu eftirliti þeirra með vegum nærri jarðskjálftasvæðinu hafi lokið milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitin og almannavarnanefnd eru við öllu búin.

„Það eru allar áætlanir klárar fyrir allan bæinn, rýmingar og allt ef til goss kemur og eigum allt á blaði fyrir þó nokkuð margar sviðsmyndir. Við vinnum bara eftir því og að búnaðurinn okkar sé tipptopp,“

Bogi segir í samtali við fréttastofu að náttúrulega vekjaraklukkan, jarðskjálfti, hafi vakið hann í morgun, en björgunarsveitin Þorbjörn er við öllu búin.  „Við erum meira að segja með pylsupott, þannig að við getum reddað öllu. 

Kristinn Björgvinsson formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum kveður íbua bæjarins hafa verið þakkláta fyrir opið hús sem sveitin bauð upp á í gærkvöldi.

„Það kom nokkuð slangur af fólki,“ segir Kristinn en hann hefur ekki tölu á hve margir komu. Hann sagði að þetta hefði verið gert til að upplýsa fólk um hvað væri að gerast frá fyrstu hendi.

„Þegar svona kemur upp þarf að huga að mannlega þættinum,“ segir Kristinn.