Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Útgöngubann í Slóvakíu

03.03.2021 - 16:02
epa08788588 A coronavirus testing site during a nationwide testing in Bratislava, Slovakia, 31 October 2020. Slovakia has begun a massive operation to test its entire adult population for SARS-CoV-2 in a bid to halt what its government has said is an alarming acceleration of the spread of the virus in the country.  EPA-EFE/JAKUB GAVLAK
Skimað fyrir kórónuveirunni í Bratislava síðastliðið haust. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Slóvakíu lýstu í dag yfir útgöngubanni frá átta að kvöldi til fimm að morgni. Það gengur í gildi í kvöld og stendur að minnsta kosti til nítjánda mars. Jafnframt er því beint til landsmanna að halda sig sem mest heima að degi til nema til að fara til og frá vinnu, til læknis eða til að viðra heimilisdýrin. 

COVID-19 farsóttin hefur leikið Slóvaka illa. Dauðsföll vegna hennar eru 24 á hverja þúsund íbúa og eru hvergi fleiri í Evrópulöndum. AFP fréttastofan hefur eftir formanni stéttarfélags slóvakískra lækna að stjórnvöld hafi gert ýmis mistök í baráttunni við pláguna, til dæmis að grípa of seint til útgöngubanns. Mikla tíðni dauðsfalla megi annars rekja til þess hve heilbrigðiskerfi landsins sé í slæmu ásigkomulagi. 

Slóvakar hafa pantað tvær milljónir skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. Fyrsta sendingin barst á mánudag. Tíu COVID-19 sjúklingar hafa verið sendir til Póllands. Þá komu rúmenskir læknar og hjúkrunarfræðingar til starfa í Slóvakíu eftir að stjórnvöld leituðu til Evrópusambandsins eftir aðstoð. 
Tilkynnt var um yfir þrjú þúsund og þrjú hundruð smit í landinu síðastliðinn sólarhring og 101 andlát af völdum COVID-19.