Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öryggisgæsla hert í Washington

03.03.2021 - 17:06
Members of the National Guard walk past the Dome of the Capitol Building on Capitol Hill in Washington, Thursday, Jan. 14, 2021. (AP Photo/Andrew Harnik)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - Andrew Harnik
Öryggisgæsla hefur verið hert í Washingtonborg eftir að bandaríska leyniþjónustan komst yfir upplýsingar um hugsanlegt áhlaup á þinghúsið á morgun. Lögreglusveitin sem sinnir öryggisgæslu í húsinu segir á Twitter að komist hafi upp um áform þekkts hóps vígamanna um að ráðast á þinghúsið. Því hafi verið fjölgað í lögregluliðinu til að verja þinghúsið, almenning og lögreglumennina sjálfa. 

Tæplega tveir mánuðir eru frá árás stuðningsmanna Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið í Washington. Yfirmaður Alríkislögreglunnar FBI greindi frá því á fundi með þingnefnd í gær að hún væri rannsökuð sem hryðjuverk.