Öryggisgæsla hefur verið hert í Washingtonborg eftir að bandaríska leyniþjónustan komst yfir upplýsingar um hugsanlegt áhlaup á þinghúsið á morgun. Lögreglusveitin sem sinnir öryggisgæslu í húsinu segir á Twitter að komist hafi upp um áform þekkts hóps vígamanna um að ráðast á þinghúsið. Því hafi verið fjölgað í lögregluliðinu til að verja þinghúsið, almenning og lögreglumennina sjálfa.