Konungshöllin skoðar ásakanir um ruddaskap Meghans

epa09013012 (FILE) - Britain's Prince Harry, Duke of Sussex (R) and his wife Meghan, Duchess of Sussex visit Canada House in London, Britain, 07 January 2020 (reissued 14 February 2021). The Duke and Duchess of Sussex are expecting their second child, a spokesperson for the couple has confirmed on 14 February 2021.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: Facundo Arrizabalaga - EPA-EFE

Konungshöllin skoðar ásakanir um ruddaskap Meghans

03.03.2021 - 21:33

Höfundar

Breska konungshöllin sendi í kvöld frá sér mjög óvenjulega yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að ásakanir um dónaskap Meghan hertogaynju í garð starfsfólks yrði rannsökuð. Fréttir þess efnis birtust í bresku blaði í morgun. Talsmaður Meghan segir ásakanirnar „þaulskipulagða ófrægingarherferð.“

Times birti í morgun frétt þess efnis að kvartað hefði verið undan hertogaynjunni fyrir þremur árum.

Dónaskapur hennar hefði beinst helst að ungum konum og hún jafnvel sögð hafa grætt þær með framkomu sinni. Henni hefði tekist að bola burt bolað tveimur aðstoðarmönnum og grafa undan sjálfstrausti þess þriðja. 

Washington Post bendir á að í yfirlýsingu sinni taki konungshöllin ekki undir frétt blaðsins en segist ætla að skoða málið frekar. 

Hún marki samt ákveðin tímamót því konungsfjölskyldan tjái sig aldrei um samskipti konungsfólksins við starfsmenn „Við viljum bjóða öllum starfsmönnum sem voru að störfum á þessum tíma, líka þeim sem eru hættir, að koma og ræða við okkur. Þannig verður hægt að leggja mat á það hvort draga megi einhvern lærdóm af málinu,“ segir í yfirlýsingu frá höllinni.

Mikil spenna hefur verið innan konungsfjölskyldunnar eftir að Meghan og Harry prins fluttust vestur um haf og sögðu síðan endanlega skilið við skyldur sínar fyrr á þessu ári.

Margir bíða spenntir eftir viðtali Opruh Winfrey við þau sem sýnt verður á sunnudag. Í tísti sem sjónvarpskonan birti á Twitter bendir margt til þess að hertogahjónin ætli að tala tæpitungulaust. Mörgum finnst tímasetning viðtalsins skrýtin því afi Harry, Fillipus prins, hefur verið veikur og legið á sjúkrahúsi.

Talsmaður Meghan sparaði heldur ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í frétt Times. „Köllum þetta bara sínu réttu nafni. Þetta er þaulskipulögð ófrægingarherferð sem byggð er á misvísandi upplýsingum.  Þarna er meiðyrðum beint að persónu hertogaynjunnar.“ 

Tengdar fréttir

Erlent

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Fjölmiðlar

Meghan vann mál gegn Mail

Erlent

Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan

Menningarefni

Harry og Meghan í hart vegna drónamynda af Archie