Skólarnir sem keppa í kvöld eru Sæmundarskóli, Klettaskóli, Dalskóli, Laugalækjarskóli, Háteigsskóli og Foldaskóli.
Á morgun kemur í ljós hvaða tveir skólar verða valdir sérstaklega til viðbótar af dómnefnd. Samtals keppa 8 atriði til úrslita og viðurkenningar veittar fyrir 1-3 sæti.
UngRÚV kíkti á æfingu hjá skólunum sem keppa í kvöld og augljóst að mikil vinna og metnaður hefur lagður í atriðin. Hægt er að sjá það hér. Hægt verður að fylgjast með keppninni í kvöld í beinu streymi á vef UngRÚV klukkan 20:00. Þar er einnig hægt að sjá atriðin sem kepptu í gær.