Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gosórói mælist á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Gosórói mælist á Reykjanesi. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Verið er að yfirfara gögn, en eins og er hafa mælst óróapúlsar sem við að búast við í aðdraganda eldgoss. 

„Það er ekki þar með sagt að við séum með merki um að eldgos sé hafið. En þetta lítur út eins og þessir óróapúlsar sem við að búast við í aðdraganda eldgoss,“ segir Kristín.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að óróapúls hafi hafist klukkan 14:20. „Hann mælist á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé  hafið.  Unnið er að nánari greiningu,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir