Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Endurskoða útgáfu á dr. Seuss vegna kynþáttahyggju

Two copies of the Dr. Seuss children's' book “And to Think That I Saw It on Mulberry Street” are displayed at the Lackawanna County Children's Library collection in Scranton, Pa., Tuesday, March 2, 2021, show changes between editions. An earlier 1964 edition features a character described as "a Chinese boy" with yellow skin and a long ponytail, while a 1984 edition changes the character to "a Chinese man" and removes the skintone and ponytail. Six Dr. Seuss books — including “And to Think That I Saw It on Mulberry Street” and “If I Ran the Zoo” — will stop being published because of racist and insensitive imagery, the business that preserves and protects the author's legacy said Tuesday. (Christopher Dolan/The Times-Tribune via AP)
 Mynd: AP - Wiki

Endurskoða útgáfu á dr. Seuss vegna kynþáttahyggju

03.03.2021 - 15:32

Höfundar

Sex bækur eftir bandaríska barnabókahöfundinn dr. Seuss hafa verið teknar úr umferð hjá útgefanda vegna myndskreytinga sem þykja ýta undir kynþáttafordóma og staðalímyndir. 

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem heldur utan um höfundarverk og útgáfu dr. Seuss segir að skilaboðin í verkum hans eigi fyrst og fremst að fela í sér von, sameiningu og vináttu. Ákvörðun um að endurskoða útgáfu bókanna sex hafi verið tekin eftir ítarlega skoðun og í samráði við sérfræðinga og kennara. 

Eftirfarandi bækur verði teknar úr sölu og endurútgáfu þeirra hætt; And to Think That I Saw It on Mulberry Street, If I Ran the Zoo, McElligot’s Pool, On Beyond Zebra!, Scrambled Eggs Super!, og The Cat’s Quizzer. Þetta er gert vegna myndskreytinga sem þykja særandi fyrir ákveðna þjóðfélagshópa og talið að í þeim birtist úreltar staðalímyndir um kynþætti.

Dr. Seuss childrens' books, from left, "If I Ran the Zoo," "And to Think That I Saw It on Mulberry Street," "On Beyond Zebra!" and "McElligot's Pool" are displayed at the North Pocono Public Library in Moscow, Pa., Tuesday, March 2, 2021. Dr. Seuss Enterprises, the business that preserves and protects the author's legacy said Tuesday, that these four titles, as well as “Scrambled Eggs Super!,” and “The Cat’s Quizzer,” will no longer be published because of racist and insensitive imagery. (Christopher Dolan/The Times-Tribune via AP)
 Mynd: Christopher Dolan - AP

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem arfleifð dr. Seuss er endurskoðuð. Árið 2018 var veggmynd fjarlægð af safni tileinkuðu höfundinum eftir mikla gagnrýni fyrir að sýna staðalímynd af kínverskum manni.

Röndótti sprelligosinn

Theodor Seuss Geisel fæddist árið 1904 í bænum Springfield í Massachusetts. Hann var teiknari, barnabókahöfundur og ljóðskáld sem gekk lengst af undir listamannsnafninu dr. Seuss. Hann er höfundur margra af þekktustu barnabókum Bandaríkjanna. Bækurnar Kötturinn með höttinn og Þegar Trölli stal jólunum eru eflaust þekktastar. Einkennismerki dr. Seuss eru hnyttnir textar í bundnu máli sem gjarnan fela líka í sér pólitíska ádeilu.

Ungur að árum fór hann í dýragarðinn með pabba sínum og teiknaði myndir af dýrunum. Hann hóf feril sinn sem teiknari og myndasöguhöfundur fyrir tímarit og dagblöð í Bandaríkjunum og fljótlega eftir það tók hann upp listamannsnafnið dr. Seuss. Eftir hann liggja um 60 bækur sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og gefnar út um allan heim, þar á meðal íslensku. Auk þess hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir eftir bókum hans og heill skemmtigarður verið byggður. Hann lést árið 1991.