Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Uppfæra spá um hraunflæði í hugsanlegu eldgosi

Mynd með færslu
 Mynd: Eldfjallafræði og náttúruvá
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur endurreiknað spá sína um hvar hraun kynni að renna ef eldgos hæfist á Reykjanesskaga. Þar er tekið mið af því hvar jarðskjálftar hafa verið mest áberandi undanfarið. Hópurinn tekur þó skýrt fram að með þessu sé ekki verið að spá eldgosi, aðeins tilgreina hvað sé mögulegt í stöðunni.

Á myndinni að ofan má sjá hvert hraun gæti runnið. Því dekkri sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um. Því ljósari sem liturinn er því minni líkur eru á að hraun flæddi þar. Allt með þeim fyrirvara að þetta á aðeins við ef til eldgoss kæmi. Samkvæmt því yrðu mestu líkur á hrauni við upptök eldgosanna, eins og gefur að skilja, en það gæti dreifst lengra, með minnkandi líkum eftir því sem lengra dregur.

Á myndinni að neðan má sjá hvar helst mætti gera ráð fyrir að eldogs yrðu, miðað við skjálfta síðustu sólarhringa og reynsluna af síðustu tíu þúsund árum. 

Mynd með færslu
 Mynd: Eldfjallafræði og náttúruvá