Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Minni útflutningur frá Þýskalandi til Bretlands

02.03.2021 - 11:53
epa09033891 The container ship Ever Golden of Evergreen shipping lines docks at the Burchardkai container terminal of port operator HHLA in Hamburg, northern Germany, 24 February 2021. The Port of Hamburg will present its turnover numbers for 2020 during an online press conference on 25 February 2021.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
Flutningaskip í höfninni í Hamborg. Mynd: EPA-EFE - EPA
Útflutningur á vörum frá Þýskalandi til Bretlands var þrjátíu prósentum minni í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum þýsku hagstofunnar.

Fram kemur að dregið hafi stöðugt úr útflutningi frá Þýskalandi til Bretlands frá árinu 2016, þegar Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu.

Síðasta ár hafi hins vegar samdrátturinn verið umtalsverður, bæði vegna Brexit og kórónuveirufaraldursins eða ríflega fimmtán prósent miðað við árið 2019. Innflutningur frá Bretlandi til Þýskalands hafi einnig dregist saman í fyrra eða um tæp tíu prósent. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV